Guðmundur Ingi Þóroddsson

Skítugur fangi?

Fangelsi hafa heimild samkvæmt lögum um fullnustu refsinga til að beita ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð og brjóta þannig gegn 68. gr. stjórnarskrárinnar. Afleiðingarnar geta verið þær að fangi þurfi að fara skítugur í heimsókn, sé hann ekki líka í heimsóknarbanni vegna agaviðurlag.

Í 1. mgr. 27. gr. laga um fullnustu refsinga segir:
„[Fangi] skal […] fá greidda dagpeninga […]. Ráðherra ákveður fjárhæð dagpeninga með gjaldskrá og skal hún miðast við að fangi eigi fyrir brýnustu nauðsynjum til persónulegrar umhirðu.“

Í 28. gr. laga um fullnustu refsinga segir:
„Dagpeninga […] má taka til greiðslu á skaðabótum eða öðrum útgjöldum sem fangi verður ábyrgur fyrir meðan á afplánun stendur, þar á meðal skuldum sem hann hefur stofnað til við fangelsi. Þó skal ekki heimilt að taka meira en fjórðung af dagpeningum eða launum til slíkra greiðslna.“

Í 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar segir:
„Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“

Viðmið dagpeninga er réttur allra til mannlegrar reisnar eða mennsku sinnar. 28. gr. laga um fullnustu refsinga veitir því heimild til að svipta einstakling mannlegri reisn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *