Leggja áherslu á lýðheilsu, forvarnir og heilsueflingu í daglegu lífi.
Fjölga hjúkrunarheimilum aldraða til muna.
Tryggja húsnæðisöryggi allra sem hér á landi búa.
Tryggja rétt fatlaðra og sér í lagi í húsnæðismálum, stuðningi og þjónustu.
Tryggja lyfjamál á íslandi og tryggja að allir hafi jafnan aðgang að þeim eins og fatlaðir og langveikir en margir geta enn ekki notað rafræn skilríki sem hlýtur að vera forgangsmál að leysa.
Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð efnahag og búsetu.
Búsetuúrræði fyrir hinsegin eldri borgara.
Stór auka framlög í geðheilsuteymi og innlagnarrými.
Stofna færanlegt geðheilsuteymi fyrir heimilislausa.
Atvinnuátak fyrir fólk úr jaðarsettum hópum.
Efling samstarfs og styrkja til „þriðja geirans“ þar sem þekkingin er og þar sem meira verður úr fjármgninu.
Ný nálgun á „housing first“, neyslurýmis- úrræði og skaðaminnkun.
Ríkið á að taka ábyrgð á málefnum heimilislausra með samningum við sveitarfélögin. Nauðynlegt að koma upp neyðarskýlum, áfangaheimilium og öðrum búsetuúrræðum með sérhæfðu starfsfólki.
Ný öryggis íbúðarúrræði fyrir erfiða, hættulega og sakhæfa einstaklinga en sá hópur fer ört stækkandi
Regluvæða neysluskammta vímuefna. Koma í veg fyrir frjálsa sölu áfengis og banna netsölu með öllu.
Fjölga fjölbreyttum meðferðarúrræðum sem og hjúkrunarheimilum fyrir fólk með vandamál með vímuefni.
Til að bæta fullnustukerfið þarf að leggja áherslu á langtímamarkmið um betrun fremur en refsingu.
Menntun, geðheilbrigði og félagsleg aðlögun eru lykilþættir í að draga úr endurkomutíðni.
Fangar þurfa að hafa aðgang að þeim úrræðum sem gera þeim kleift að snúa við blaðinu og verða virkir þátttakendur í samfélaginu.
Skilvirkara kerfi felur í sér að fjárfesta í fólki, og stuðningur við fjölskyldur fanga er ómissandi þáttur í því ferli.
Bylting í fangelsismálum. Nýtt öryggisfangelsi verður byggt á höfðuðborgarsvæðinu og því um leið áformum um byggingu fangelsis á suðurlandi hætt. Afplánunar úrræðum fjölgað með meiri fjölbreytileika
Æskulýðs- og forvarnarstarf eflt með auknum stuðningi við íþróttafélögin. Stór aukin íslensku kennsla og námskeið fyrir innflytjendur. Það er besta forvörnin og aðlögun.
Rafrænar kosningar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur um alþingi, sveitarstjórnir og önnur stór mál.
HEILBRIGÐARI LÁNAKERFI
Til að auka ábyrgð lánveitanda er mikilvægt að opna fyrir möguleikann að
lántakar geti skilað lyklum/veði til bankans án frekari eftirmála “án
persónulegrar ábyrgða”. Með þessu yrði ábyrgð lánveitandans aukin. Staða
lántaka bætist til muna því raunhæf greiðslubyrði og veðáhætta yrði lögð til
grundvallar lántöku en ekki eingöngu forsagan.
Orka – Liðsheild – Nýir vinklar
Mannúð – Virðing
Í síðustu viku kom saman hópur fólks til að mótmæla því að ungur maður, sem hlaut 12 ára…
Nú þegar stór fyrirtæki eru að taka lóðir upp á Hólmsheiði, í næsta nágrenni við eitt af fangelsum…
Á hverjum tíma koma fram ýmsar kröfur og stefnumál í samfélaginu. Hver kannast ekki við græna uppbyggingu og…
Holtagarðar, 104 Reykjavík. gengið inn um A inngang af bílastæði lagers Húsasmiðjunnar og upp á aðra hæð.
789-0717
gummi2905@hotmail.com